Margir stuðningsmenn eru mikið fyrir slúðrið og elska að tala um líf sinna manna sem á sér stað bakvið tjöldin.
Einn af þeim sem hefur komið sér margoft í fréttirnar í gegnum árin er sóknarmaðurinn Anthony Martial.
Martial er 27 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann skilið tvisvar sinnum.
Martial var myndaður með óþekktri konu fyrir utan veitingastaðinn Piccolino á föstudag og eru margir sem velta því fyrir sér hver konan sé.
Möguleiki er á að Martial sé nú kominn í nýtt samband en hann hefur ekki sést með þessari ágætu konu áður.
Athygli vekur þó að Martial ferðaðist heim einn en konan steig ekki upp í bíl með honum eftir hádegismatinn.
Margir vilja meina að um stefnumót hafi verið að ræða sem endaði illa en það mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum.