Kaoru Mitoma, leikmaður Brighton, gæti tekið risaskref í janúarglugganum en hann er á óskalista Manchester City.
Frá þessu greina enskir miðlar en Man City ætlar að reyna við Mitoma um leið og glugginn opnar á nýju ári.
Um er að ræða mjög öflugan vængmann en Mitoma er 26 ára gamall og var frábær fyrir Brighton á síðustu leiktíð.
Önnur lið eru einnig að horfa til leikmannsins en Manchester United fylgist með gangi mála og gæti reynt að berjast við granna sína.
Japanski landsliðsmaðurinn yrði væntanlega rándýr í glugganum en hann hefur byrjað tímabilið af krafti með félagsliði sínu.