Það er stórleikur í enska boltanum á sunnudag þegar Manchester City heimsækir Arsenal á Emirates vellinum.
Þessi lið voru að berjast um toppsætið á síðustu leiktíð.
Arsenal var framan af móti með fína forystu en það var Manchester City sem vann deildina nokkuð sannfærandi að lokum.
City er með mikið tak á Arenal og hefur unnið tólf leiki í röð í deildinni gegn Arsenal.
Líkleg byrjunarlið eru hér að neðan.
Líklegt byrjunarlið Arsenal:
Raya; White, Saliba, Gabriel, Zinchenko; Odegaard, Rice, Havertz; Jesus, Nketiah, Trossard.
Líklegt byrjunarlið Manchester City:
Ederson; Walker, Dias, Akanji, Gvardiol; Kovacic, Lewis; Foden, Alvarez, Doku; Haaland.