Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal varamanna Lyngby þegar liðið mætir Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni klukkan 17:00.
Gylfi missti af síðasta leik liðsins vegna smávægilegra bakmeiðsla en er mættur aftur.
Þetta gæti orðið annar leikur Gylfa fyrir Lyngby en hann kom við sögu á dögunum í endurkomu sinni.
Sævar Atli Magnússon er einnig á meðal varamanna Lyngby.
Í byrjunarliði Lyngby eru þeir Andri Lucas Guðjohnsen og Kolbeinn Birgir Finnsson en Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.
Horfðu á viðtalið við Gylfa eftir fyrsta leikinn: