Lady Cathy., eiginkona Sir Alex Ferguson hefur fallið frá. Manchester United greinir frá þessu í yfirlýsingu félagsins.
Ferguson hefur iðulega talað um Cathy sem sinn helsta klett í gegnum ferilinn.
Hún hafði ekki mikinn áhuga á fótbolta en studdi við sinn mann og sá um heimili þeirra.
Ferguson hafði ætlað að hætta mun fyrr í þjálfun en hann gerði þegar Cathy missti systir sína sem var honum afar náinn.
Hann hætti við að hætta skömmu síðar og stýrði Manchester United til ársins 2013.