Íslenska liðið mætir Lúxemborg 13. október og Lúxemborg þremur dögum síðar.
Sem fyrr segir eru einhverjir fjarverandi vegna meiðsla og má þar nefna lykilmanninn Jóhann Berg Guðmundsson.
„Jóhann Berg er meiddur á kálfa. Hörður Björgvin (Magnússon) er alvarlega meiddur á hné. Það var leitt,“ sagði Age Hareide landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag.
Sævar Atli Magnússon hjá Lyngby og Valgeir Lunddal Friðriksson hjá Hacken eru einnig frá.
„Valgeir Lunddal er með beinbrot í fæti en ég veit ekki alveg hvað hann verður lengi frá.
Sævar er meiddur á nára og er því einnig frá. Hann hefur spilað með Lyngby undanfarið en er ekki góður í náranum,“ sagði Hareide í dag.