fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Þungt högg í maga Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ben Chilwell, leikmaður Chelsea, verður líklega frá knattspyrnuvellinum í átta vikur hið minnsta eftir meiðsli sem hann hlaut á dögunum.

Bakvörðurinn knái meiddist aftan á læri í leik gegn Brighton í enska deildabikarnum og nú er ljóst að hann verður frá í töluverðan tíma.

Sem fyrr segir snýr Chilwell líklega aftur í fyrsta lagi eftir átta vikur en svo gæti farið að hann snúi ekki aftur fyrr en í upphafi nýs árs.

Þetta er högg fyrir Chelsea en Chilwell er lykilmaður í liðinu.

Meiðslalisti Chelsea er nokkuð langur en þeir Christopher Nkunku, Reece James, Romeo Lavia og Wesley Fofana verða allir lengi frá.

Þá eru Nicolas Jackson, Moises Caicedo, Benoit Badiashile, Noni Madueke, Trevoh Chalobah og Carney Chukwuemeka allir að glíma við minniháttar meiðsli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka

Þrumuræða Carragher um Liverpool – Segir liðið vera eins og Real Madrid og að Slot verði að láta það virka
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag

Áfall fyrir Liverpool – Einn besti maður liðsins æfði ekki í dag