Það fór fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þá tók Luton á móti Burnley í nýliðaslag en um var að ræða frestaðan leik frá því í 2. umferð.
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var ekki með Burnley í kvöld en hann er á meiðslalistanum.
Það stefndi í að fyrri hálfleikur yrði markalaus þegar Lyle Foster kom gestunum yfir í uppbótartíma hans. Staðan í hálfleik 0-1.
Þannig var staðan allt fram á 84. mínútu en þá jafnaði Elijah Adebayo fyrir Luton.
Forystan dugði hins vegar aðeins í um mínútu því Jacob Bruun Larsen skoraði sigurmarkið hinum megin. Lokatölur 1-2. Fyrsti sigur Burnley á tímabilinu staðreynd.
Bæði lið eru með 4 stig eftir sjö leiki. Luton er sæti ofar, í sautjánda sæti, á markatölu.