fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Rakst á Heimi Hallgríms í Sviss og gaf sig á tal – Orð Heimis voru honum gríðarleg vonbrigði

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 6. janúar 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson mætti í viðtal í hlaðvarpsþættinum Dr. Football á dögunum.

Þar var meðal annars farið yfir feril kappans með íslenska landsliðinu. Þessi 31 árs gamli leikmaður festi sig fremur seint í sessi þar og fór ekki með liðinu á lokamót Evrópumótsins 2016 eða Heimsmeistaramótsins 2018.

Það var skömmu fyrir HM í Rússlandi 2018 þegar Guðlaugur Victor sá landsliðsþjálfarann á þeim tíma, Heimi Hallgrímsson, að fylgjast með æfingu hjá sér. Á þessum tíma var hann leikmaður Zurich í Sviss.

„Við vorum á æfingu og ég sé Heimi á æfingu hjá okkur, rétt áður en hann á að velja HM hópinn. Maður fær svona fiðrildi í magann og sér að hann er þarna,“ sagði Guðlaugur Victor.

Svo kom hins vegar í ljós að Heimir var aðeins á fundi í höfuðstöðvum FIFA, sem eru í Zurich.

„Svo fer ég að tala við hann en þá var hann bara á fundi hjá FIFA. Hann ætlaði bara að tékka aðeins á æfingu, ekkert til að tala við mig.

Þá varð ég alveg vel svekktur.“

Guðlaugur Victor skilur það að hann hafi ekki verið valinn á þessum tíma.

„Hann var bara með sinn hóp og það gekk allt upp. Af hverju átti hann að vera að breyta?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo

Þessi þrjú félög eru líklegust til að hreppa Semenyo
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Í gær

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin

Ótrúleg dramatík í Skotlandi – Sjáðu öll glæsimörkin
433Sport
Í gær

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn

Skelfilegt mál skekur Ítalíu: Varð fyrir slysaskoti í hefndaraðgerð vegna kynlífsmyndbands – Ólögráða sonur glæpaforingja tók í gikkinn