fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
433Sport

Hvað þýða ný tíðindi frá UEFA fyrir landsliðið? – Hitapylsan gæti snúið aftur

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA hefur boðað breytingar á á Þjóðadeild og undankeppni Heims- og Evrópumóts karlalandsliða. Þær voru kynntar að loknum fundi sambandsins í Sviss.

Sambandið segir breytingarnar á keppnunum vera til að gera þær meira spennandi. Verða þær þó leiknar yfir jafnlangt tímabil og áður.

Einni umferð af útsláttarkeppni verður bætt við Þjóðadeildina. Í núverandi fyrirkomulagi lýkur riðlakeppninni í nóvember og úrslitin fara fram í júní. Nú verður annari umferð í mars bætt við. Bætist þó ekki við fjölda leikja á ári þar sem þeim er fækkað í undankeppnum EM og HM á móti. Þetta er útskýrt neðar.

Í þessu fyrirkomulagi munu sigurvegarar riðla sinna í A-deild mæta þeim liðum sem hafna í öðru sæti í 8-liða úrslitum, þar sem leikið verður heima og að heiman. Fara þessir leikir fram annað hvert ár, þegar ekki er leikið í lokakeppni HM eða EM.

Þá munu liðin í þriðja sæti í A-deild og öðru sæti í B-deild mætast í umspili, þar sem barist verður um að hald sæti sínu í A-deild eða komast upp í hana. Það sama verður uppi á teningnum með liðin sem hafna í þriðja sæti í B-deild og öðru sæti í C-deild.

Tekur þetta gildi haustið 2024.

Breytingar á undankeppnum

Þá eru einnig boðaðar breytingar á undankeppni Heims- og Evrópumótsins. Fækkað verður í hverjum riðli og þeim fjölgað. Nánar til tekið verður riðlunum fjölgað í tólf og aðeins fjögur til fimm lið verða í riðli. Til samanburðar er Ísland í sex liða riðli í undankeppni EM 2024.

Sigurvegarar riðla munu fara beint áfram og liðin í öðru sæti fara annað hvort beint áfram eða í umspil.

Tekur þetta gildi eftir EM 2024.

Snýr hitapylsan aftur?

Margir muna eftir því þegar hitapylsan fræga var sett á Laugardalsvöll fyrir umspilsleik við Rúmeníu í mars 2020, sem að vísu var aldrei leikinn þar sem kórónuveiran skall á.

Ljóst er að með nýrri umferð Þjóðadeildarinnar í mars, þar sem leikið er heima og að heiman, eru líkur á að Ísland þurfi að nota Laugardalsvöllinn á þessum árstíma á næstu árum. Það er því spurning hvort draga þurfi fram hitapulsuna á nýjan leik.

KSÍ rifjaði þetta upp í tilefni nýju tíðindanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Íslandsvinurinn Hamrén rekinn frá Álaborg

Íslandsvinurinn Hamrén rekinn frá Álaborg
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Athugulir netverjar tóku eftir mynd sem stjarna Manchester United eyddi – Birti myndina svo aftur og þá vantaði eitt

Athugulir netverjar tóku eftir mynd sem stjarna Manchester United eyddi – Birti myndina svo aftur og þá vantaði eitt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Spánn: Barcelona með 12 stiga forskot eftir El Clasico

Spánn: Barcelona með 12 stiga forskot eftir El Clasico
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ítalía: Juventus með frábæran útisigur – Napoli skoraði fjögur

Ítalía: Juventus með frábæran útisigur – Napoli skoraði fjögur
433Sport
Í gær

Alfreð og Hákon komust á blað í Danmörku

Alfreð og Hákon komust á blað í Danmörku
433Sport
Í gær

Potter: ,,Við höfum saknað hans mikið“

Potter: ,,Við höfum saknað hans mikið“
433Sport
Í gær

Enska úrvalsdeildinm: Arsenal rúllaði fyrir þjálfaralaust Palace

Enska úrvalsdeildinm: Arsenal rúllaði fyrir þjálfaralaust Palace
433Sport
Í gær

Guardiola: Haaland verður í vandræðum

Guardiola: Haaland verður í vandræðum