Tvö ítölsk stórlið eru sögð vera að skoða Albert Guðmundsson ef marka má heimildir ítalska vefmiðilinn Calciomercato.
Það er Fótbolti.net sem vekur athygli á málinu en Albert er á mála hjá Genoa sem leikur í efstu deild Ítalíu.
Albert hefur byrjað tímabilið vel en hann hjálpaði liðinu að komast í efstu deild á síðustu leiktíð.
Albert er einn allra mikilvægasti leikmaður Genoa en hann hafði fyrir það leikið í Hollandi með PSV og AZ Alkmaar.
Um er að ræða 26 ára gamlan sóknarmann en samkvæmt Calciomercato eru stórliðin Napoli og Inter að horfa til Alberts.
Það væri risastórt stökk fyrir leikmanninn en Napoli vann til að mynda ítölsku deildina á síðustu leiktíð.