fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
433Sport

Mourinho neitar að hafa tapað úrslitaleik Evrópudeildarinnar

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 21. september 2023 21:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roma tapaði ekki úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðustu leiktíð gegn Sevilla ef þú spyrð Jose Mourinho, stjóra liðsins.

Mourinho hefur unnið einn titil með Roma hingað til eða Sambandsdeildina og tapaði liðið gegn Sevilla í vítakeppni í úrslitaleik síðasta tímabils.

Portúgalinn neitar þó að viðurkenna að hans menn hafi tapað en allt varð vitlaust eftir lokaflautið og var Mourinho bálreiður með dómgæsluna og framkomu mótherjaliðsins.

Eftir tap í vítakeppni er Mourinho staðráðinn í því að hans lið hafi ekki tapað og mun halda því fram allt sitt líf.

,,Þetta er önnur keppni en á síðustu leiktíð og þetta er annað tímabil,“ sagði Mourinho við blaðamenn en Roma vann Sheriff Tiraspol 2-1 í kvöld.

,,Ég mun halda áfram að segja þetta en við töpuðum ekki úrslitaleiknum í Budapest. Í hvert skipti sem fólk talar um þetta þá segi ég að við höfum ekki tapað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze

Vilja leikmann Liverpool til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni

Íslendingarnir sigldu þægilega inn í deildarkeppni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM

Svona er hópur U-21 árs liðsins sem hefur undankeppni EM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“

Ítarlegt viðtal við Arnar: Sendir íslensku þjóðinni skilaboð – „Reynum bara að komast á HM“