Manchester United goðsögnin Ryan Giggs gæti verið að snúa aftur í þjálfun ef marka má enska miðla.
Orðrómar eru á kreiki um að hann gæti tekið við sem þjálfari Salford City í ensku D-deildinni ef gengi liðsins fer ekki batnandi.
Giggs er, ásamt fyrrum liðsfélögum sínum Gary Neville, Phil Neville, Paul Scholes, Nicky Butt og David Beckham, eigandi Salford en það kemur til greina að hann setjist í þjálfarastólinn hjá félaginu.
Markmið Salford er að fara upp um deild en liðið hefur aðeins unnið tvo af átta leikjum það sem af er leiktíð og situr í nítjánda sæti.
Þjálfari liðsins, Neil Wood, gæti því fengið að taka pokann sinn og Giggs tekið við.
Giggs var í júlí hreinsaður af ásökunum um heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni. Ásakanirnar urðu meðal annars til þess að hann þurfti að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari Wales.