Julian Draxler er mættur til Al Ahli í Katar en hans ferill hefur svo sannarlega verið á niðurleið undanfarin ár.
Draxler verður þrítugur á þessu ári en hann hefur spilað með Paris Saint-Germain undanfarin sex ár.
Þar gleymdist þessi leikmaður en hann festi sig aldrei í sessi eftir að hafa verið undrabarn í Þýskalandi.
Nú eltir leikmaðurinn peningana í Katar en hann ku kosta Al Ahli 20 milljónir evra.
Draxler gerir tveggja ára samning en hann lék með Benfica í láni á síðustu leiktíð.