Jonjo Shelvey er mættur í tyrkneska boltann. Þetta var staðfest í dag.
Miðjumaðurinn, sem er 31 árs gamall, er genginn í raðir Çaykur Rizespor en liðið leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni.
Shelvey kemur frá Nottingham Forest. Hann gekk í raðir félagsins í janúar eftir sjö ár hjá Newcastle.
Kappinn er hins vegar ekki inn í myndinni og er nú mættur til Tyrklands, þar sem hann skrifar undir lánssamning út yfirstandandi leiktíð.
Official: Jonjo Shelvey has completed a season-long loan move to Turkish Süper Lig side Çaykur Rizespor. 🇹🇷🤝🏻
The midfielder leaves Nottingham Forest with immediate effect. pic.twitter.com/FSsGisfRKI
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 14, 2023