Frank Lampard er sagður á lista Lyon yfir hugsanlega næstu stjóra liðsins.
Laurent Blanc var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Lyon í gær en liðið hefur farið hörmulega af stað í Ligue 1 í Frakklandi.
Lyon situr í neðsta sæti deildarinnar og voru stuðningsmenn félagsins ansi ósáttir.
Félagið leitar að nýjum stjóra og koma nokkrir til greina. Gennaro Gattuso er þar á meðal og hafa viðræður við Ítalann átt sér stað. Þær voru jákvæðar en Lyon skoðar einnig fleiri kosti.
Lampard var síðast bráðabirgðastjóri Chelsea fyrr á þessu ári. Þar áður stýrði hann Everton.