Það er búið að reka Hansi Flick úr starfi og mun hann ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari Þýskalands.
Þetta var staðfest í dag en Flick er rekinn eftir afskaplega slæmt 4-1 tap gegn Japan í vináttulandsleik.
Flick er fyrrum stjóri Bayern Munchen en hann náði í raun aldrei frábærum árangri með þýska landsliðið.
Rudi Völler mun sjá um að stýra lioðinu tímabundið þar til næsti landsliðsþjálfari er fudinn.
Þýskaland átti mjög slæmt HM á síðasta ári og komst ekki upp úr riðli sínum í Katar.