ÍA þarf aðeins eitt stig í lokaumferðinni í Lengjudeild karla til að tryggja sér sæti í Bestu deildinni að ári.
Þetta varð ljóst eftir leikina í dag en ÍA vann 4-2 sigur á Njarðvík og er þremur stigum á undan Aftureldingu.
Þegar einn leikur er eftir er ÍA með 46 stig og Afturelding 43 en það síðarnefnda er enn með töluvert betri markatölu.
Afturelding vann á sama tíma lið Ægis örugglega 5-0 en Ægir er löngu fallið niður í 2. deildina.
Hér má sjá úrslitin í dag.
Njarðvík 2 – 4 ÍA
0-1 Árni Salvar Heimisson
0-2 Hlynur Sævar Jónsson
1-2 Rafael Victor
1-3 Breki Þór Hermannsson
1-4 Steinar Þorsteinsson
2-4 Oliver James Kelaart Torres
Afturelding 5 – 0 Ægir
1-0 Elmar Kári Enesson Cogic
2-0 Ivo Pereira Braz
3-0 Ásgeir Frank Ásgeirsson
4-0 Elmar Kári Enesson Cogic
5-0 Sindri Sigurjónsson
Leiknir R. 1 – 2 Fjölnir
0-1 Sigurvin Reynisson
1-1 Davíð Júlían Jónsson
1-2 Axel Freyr Harðarson
Vestri 2 – 1 Þróttur R.
0-1 Steven Lennon
1-1 Mikkel Jakobsen
2-1 Baldur Hannes Stefánsson
Grindavík 2 – 1 Selfoss
1-0 Tómas Orri Róbertsson
1-1 Aron Fannar Birgisson
2-1 Óskar Örn Hauksson