Callum Hudson-Odoi hefur yfirgefið Chelsea en hann gerði samning við Nottingham Forest á lokadegi gluggans í gær.
Um er að ræða uppalinn strák hjá Chelsea sem náði því afreki að spila fyrir aðallið félagsins.
Tækifærin voru þó af skornum skammti en Englendingurinn var lánaður til Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð og stóðst ekki væntingar þar.
Chelsea taldi best að selja Hudson-Odoi í þessum glugga en Forest borgar fimm milljónir punda fyrir vængmanninn.
Það voru margir sem táruðust yfir kveðjumyndbandi leikmannsins en hann birti það á Instagram og sendi stuðningsmönnum Chelsea skilaboð.
Þar þakkaði Hudson-Odoi mörgum stuðningsmönnum fyrir að styðja við bakið á sér í langan tíma og í myndbandinu má sjá hann spila fyrir unglingalið Chelsea.
,,Það er kominn tími fyrir mig að kveðja Chelsea. Í langan tíma hefur Chelsea verið mitt heimili og á mínum bestu yngri árum klæddist ég treyju félagsins. Mínar bestu minningar verða alltaf að spila fyrir framan ykkur á Brúnni,“ skrifaði leikmaðurinn meðal annars en myndbandið má sjá hér.
View this post on Instagram