Það hefur mikið verið fjallað um konu að nafni Ivana Knoll sem vakti gríðarlega athygli á HM í Katar síðasta vetur.
Ivana er 30 ára gömul og er oft lýst sem ‘kynþokkafyllstu stuðningskonu heims’ en hún mætti á alla leiki Króatíu á meðan HM var í gangi.
Ivana hefur síðan þá gert allt vitlaust á samskiptamiðlum og er dugleg að birta myndir af sér fyrir aðdáendur sína.
Hún hefur nú sagt frá óhugnanlegu atviki sem átti sér stað í heimalandinu, Króatíu, fyrir helgi en ástæða árásinnar var engin.
,,Í gærkvöldi réðst ókunnug kona á fertugsaldri á mig á meðan ég drakk te ásamt vinum mínum. Ég hugsaði ekki að ég þyrfti á öryggisgæslu að halda í þessu nokkuð örugga landi,“ skrifaði Ivana.
,,Ástæðan fyrir árásinni var sú að maðurinn hennar starði á mig þegar ég gekk inn á staðinn. Hún beið eftir mér í þrjá klukkutíma á barnum á meðan ég kláraði mína drykki og réðst á mig í kjölfarið fyrir utan staðinn.“
,,Sem betur fer þá voru vinir mínir með mér og héldu henni frá mér. Það var erfitt og hún öskraði á mig að hún ætlaði að drepa mig. Sem betur fer kom lögreglan stuttu seinna og handtók hana. Ég vil spyrja ykkur, konur, hvað í andskotanum er að ykkur?“