Úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna fór af stað í kvöld með tveimur leikjum.
Valur skellti þar Þór/KA 6-0 og er með 11 stiga forskot á toppnum þó Breiðablik eigi leik til góða. Berglind Rós Ágústsdóttir skoraði tvö fyrir Val.
Valur 6-0 Þór/KA
1-0 Amanda Jacobsen Andradóttir
2-0 Berglind Rós Ágústsdóttir
3-0 Fanndís Friðriksdóttir
4-0 Berglind Rós Ágústsdóttir
5-0 Ísabella Sara Tryggvadóttir
6-0 Þórdís Elva Ágústsdóttir
Stjarnan vann þá sigur 3-2 sigur á FH þar sem Stjarnan komst í 3-0. Andrea Mist Pálsdóttir gerði tvö fyrir Stjörnuna.
Stjarnan er í þriðja sæti með 32 stig en FH í fimmta með 28.
Stjarnan 3-2 FH
1-0 Andrea Mist Pálsdóttir
2-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
3-0 Andrea Mist Pálsdóttir
3-1 Arna Dís Arnþórsdóttir (Sjálfsmark)
3-2 Margrét Brynja Kristinsdóttir
Markaskorarar af Fótbolta.net