Ef verðbólga er tekin með í dæmið kæmist enginn af dýrustu leikmönnum enska boltans í dag í dýrasta lið sögunnar. Enska götublaðið The Sun tók saman.
Moises Caicedo sem kostaði 115 milljónir punda þegar hann fór til Chelsea í sumar er í þrítugasta sæti ef núvirði allra er reiknað.
Ef núvirði er er reiknað inn er það Andriy Shevchenko sem er sá dýrasti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og myndi kosta 216 milljónir punda ef hann væri keyptur í dag.
Hann kostaði Chelsea rúmar 30 milljónir punda þegar hann kom frá AC Milan fyrir 17 árum.
Rio Ferdinand myndi kosta rúmar 200 milljónir punda í dag og fleiri góðir myndu kosta talsvert meira í dag en þeir kostuðu á sínum tíma.
Liðið:
GK – Chelsea – Kepa Arrizabalaga – £93m
RB – Chelsea – Paulo Ferreira – £92m
CB – Chelsea – Ricardo Carvalho – £138m
CB – Man Utd – Rio Ferdinand – £199m
LB – Chelsea – Graeme Le Saux – £102m
CM – Chelsea – Michael Essien – £171m
CM – Man Utd – Paul Pogba – £165m
CM – Man Utd – Sebastian Veron – £173m
RW – Chelsea – Shaun Wright-Phillips – £138m
ST – Chelsea – Andriy Shevchenko – £216m
LW – Man Utd – Angel Di Maria – £160m