Wolves og Manchester City hafa náð samkomulagi um kaup síðarnefnda félagsins á Matheus Nunes.
Nunes hefur verið sterklega orðaður við City undanfarið en í morgun sögðu enskir miðlar að mögulega væri að slitna upp úr viðræðunum þar sem Wolves vildi meira en 60 milljónir punda fyrir miðjumanninn en City vildi aðeins borga 55 milljónir punda.
Nú virðast félögin hins vegar hafa náð samkomulagi en hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano segir frá því.
Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í viðræðum félaganna.
Miðjumaðurinn ungi Tommy Doyle fer til Wolves frá City á 5 milljónir punda á móti. Englandsmeistararnir fá þá 50% af næstu sölu á honum.
Matheus Nunes to Man City, here we go! Verbal agreement reached with Wolves, Matheus already on his way 🔵🇵🇹 #MCFC
🟠 Understand Tommy Doyle will join Wolves on £5m deal plus 50% sell on clause.
Final checks ongoing on payment terms and installments… then it will be signed. pic.twitter.com/IhMBqaL4Ws
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2023