fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Manchester City og Wolves ná samkomulagi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 13:23

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolves og Manchester City hafa náð samkomulagi um kaup síðarnefnda félagsins á Matheus Nunes.

Nunes hefur verið sterklega orðaður við City undanfarið en í morgun sögðu enskir miðlar að mögulega væri að slitna upp úr viðræðunum þar sem Wolves vildi meira en 60 milljónir punda fyrir miðjumanninn en City vildi aðeins borga 55 milljónir punda.

Nú virðast félögin hins vegar hafa náð samkomulagi en hinn áreiðanlegi Fabrizio Romano segir frá því.

Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum í viðræðum félaganna.

Miðjumaðurinn ungi Tommy Doyle fer til Wolves frá City á 5 milljónir punda á móti. Englandsmeistararnir fá þá 50% af næstu sölu á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum