Fyrrum undrabarnið Adnan Januzaj gæti verið á leið til Sádi-Arabíu ef marka má fréttir spænskra miðla.
Hinn 28 ára gamli Januzaj var eitt sinn bjartasta von Manchester United en hann stóð aldrei undir þeim væntingum.
Kappinn er í dag á mála hjá Sevilla, en hann hefur verið þar frá því hann kom frá Real Sociedad 2022. Hann eyddi seinni hluta síðustu leiktíðar þó á láni hjá Istanbul Basaksehir í Tyrklandi.
Al Tai í Sádí vill nú fá leikmanninn til sín, eins og allir vita hefur fjöldinn allur af stjörnum úr Evrópuboltanum farið til landsins í sumar og þéna fyrir það háar fjárhæðir.
Rennes í Frakklandi fylgist einnig með gangi mála en Januzaj er úti í kuldanum hjá Sevilla þrátt fyrir að eiga þrjú ár eftir af samningi sínum þar.