Manchester United stendur til boða að fá danska miðjumanninn, Pierre-Emile Hojbjerg frá Tottenham. Telegraph segir frá.
Vitað er að Erik ten Hag vill bæta við miðjumanni í hóp sinn en Tottenham vill selja þann danska.
Ange Postecoglou telur sig ekki hafa not fyrir þennan 28 ára gamla miðjumann sem United gæti skoðað að taka.
United þarf að selja leikmenn í vikunni til að styrkja hóp sinn en félagaskiptaglugginn lokar á fimmtudag.
Hojbjerg hefur verið lykilmaður hjá Tottenham undanfarin ár en með tilkomu Postecoglou í sumar hefur hann færst aftar í röðinni.