Romelu Lukaku hefur staðfest það að hann sé að ganga í raðir Roma og mun þar spila fyrir Jose Mourinho.
Um er að ræða þrítugan framherja sem á enga framtíð fyrir sér hjá Chelsea og þekkir vel til Ítalíu.
Lukaku spilaði með Inter Milan á láni á síðustu leiktíð en félagið hefur hafnað því að fá Belgann endanlega í sínar raðir.
Lukaku mun skrifa undir í Róm á næstu dögum en hann staðfesti fregnirnar sjálfur í samtali við belgíska blaðamenn.
,,Á morgun mun ég fljúga til Rómar,“ er haft eftir Lukaku sem þekkir til Mourinho en þeir unnu saman hjá Chelsea og Manchester United.
Útlit er fyrir að um lánssamning sé að ræða og að Roma borgi 325 þúsund pund Lukaku vikulega sem hann fær í laun.