Það gengur afskaplega erfiðlega hjá miðjumanninum Tiemoue Bakayko þessa dagana sem er án félags.
Bakayoko átti að verða næsta vonarstjarna Frakklands árið 2017 er hann gekk í raðir Chelsea frá Monaco.
Bakayoko var alls ekki heillandi á sínu fyrsta tímabili hjá Chelsea og var síðar lánaður til AC Milan og Napoli á Ítalíu.
Bæði félög höfnuðu því að fá Bakayoko endanlega í sínar raðir og er hann nú að leita sér að nýju félagi samningslaus.
Ekkert félag virðist vilja taka sénsinn á Bakayoko en Chelsea ákvað að rifta samningi hans í júní.