A landslið kvenna er í 14. sæti á heimslista FIFA sem gefinn var út í dag, föstudag. Liðið fer upp um eitt sæti á listanum frá því í júní.
Íslenska liðið hefur spilað tvo vináttulandsleiki frá útgáfu síðasta lista, Ísland tapaði 1-2 gegn Finnlandi og vann 1-0 gegn Austurríki.
Næst á dagskrá hjá íslenska liðinu eru leikir í Þjóðadeild kvenna þar sem Ísland á heimaleik gegn Wales 22. september og útileik gegn Þýskalandi 26. september. Mótsmiðasala fyrir þjóðadeildina er í fullum gangi, hægt er að tryggja sér miða hér.
Svíþjóð situr í toppsæti listans eftir gott gengi á heimsmeistaramótinu.