Gabriel, miðvörður Arsenal, hefur verið orðaður frá félaginu undanfarið. Hann er þó ekki á förum ef marka má orð knattspyrnustjórans Mikel Arteta.
Brasilíski miðvörðurinn hefur verið varamaður í fyrstu tveimur leikjum Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Það hefur vakið athygli í ljósi þess hversu mikilvægur hlekkur hann var á síðustu leiktíð.
Í kjölfarið hefur Gabriel verið orðaður við Al Ittihad í Sádi-Arabíu og gengu einhverjir miðlar svo langt að hann hafi hitt fulltrúa félagsins og að risasamningur væri á borðinu fyrir hann.
„Gabby er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur og það er ekkert í gangi í augnablikinu,“ segir Arteta um málið.
Fjöldi leikmanna hefur haldið í peningana til Sádí í sumar en hvort Gabriel geri hið sama verður að koma í ljós.