Framtíð Mason Greenwood er áfram í lausu lofti. Óvæntir orðrómar fóru þó af stað í dag.
Á dögunum var greint frá því að Manchester United ætlaði að losa sig við Greenwood eftir um hálfs árs rannsókn innan félagsins um hans mál. Mál gegn honum var auðvitað látið niður falla af dómstólum í vetur.
United skoðaði það hvort hann ætti afturkvæmt í liðið en svo verður ekki.
Greenwood ætlar að halda áfram að spila fótbolta og hefur hann til að mynda verið orðaður við lið á Ítalíu, í Tyrklandi og Sádi-Arabíu.
Talksport birti hins vegar ansi óvænta frétt í dag um að ónefnt félag í Albaníu hefði áhuga á Greenwood. Talið er að það leiki í efstu deild þar í landi.
Ljóst er að það kæmi mörgum í opna skjöldu ef Greenwood heldur ferli sínum áfram í Albaníu.