Miðað við ansi óvæntar fréttir frá spænska miðlinum Relevo vill Mohamed Salah fara frá Liverpool eftir að hafa borist risatilboð frá Sádi-Arabíu.
Samkvæmt fréttum miðilsins hefur Al Ittihad boðið Salah laun sem eru hærri en þau sem Ronaldo þénar hjá Al Nassr og myndu jafnframt gera Egyptann að launahæsta leikmanni sádiarabísku deildarinnar.
Salah skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Liverpool í fyrra en Al Ittihad myndi greiða meira fyrir hann en Al Hilal greiddi fyrir Neymar á dögunum, meira en 77 milljónir punda .
Forsvarsmenn Al Ittihad eru sannfærðir um að Salah vilji spila í múslimaríki.