Íslensku dómararnir Sigurður Hjörtur Þrastarson og Bryngeir Valdimarsson munu dæma leik í B-deild karla í Danmörku á laugardag.
Leikurinn er liður í Norrænu dómaraskiptunum, en þær Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir munu einmitt dæma í efstu deild kvenna sama dag.
Leikurinn sem Sigurður og Bryngeir munu dæma er á milli B93 og Vendsyssel og sem fyrr segir er hann liður í B-deild.