Chelsea borgaði tæpar 60 milljónir punda fyrir Romeo Lavia í síðustu viku en miðjumaðurinn var keyptur frá Southampton.
Lavia hafnaði Liverpool en þrátt fyrir að vera dýr, þá verður honum ekki treyst til þess að spila á næstunni.
Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea segir að Lavia sé langt því frá að vera í nógu góðu formi til þess að spila fyrir Chelsea.
„Lavia er ekki klár í að spila,“ segir Pochettino um stöðu mála á 19 ára miðjumanninum frá Belgíu.
„Hann þarf nokkrar viður til að geta verið klár í að vera með liðinu, hann er að leggja á sig til að reyna að ná liðsfélögum sínum.
„Við þurfum að bíða í nokkrar vikur eftir því en Moises Caicedo er klár í slaginn.“