Lierpool hefur látið helstu blaðamenn Englands vita af því að Mohamed Salah sé ekki í sumar í ljósi frétta af áhuga Al Ittihad í Sádí Arabíu.
Al Ittihad er sagt vera búið að bjóða Salah að verða launahæsti leikmaður í heimi, þéna meira en Cristiano Ronaldo.
Í fréttum í dag kom það fram að Salah væri að skoða tilboðið og væri mögulega spenntur fyrir því.
Al Ittihad er vel mannað lið með mikla fjármuni en Liverpool segir það ekki koma til greina að selja sína skærustu stjörnu.
Salah er 31 árs gamall sóknarmaður frá Egyptalandi sem hefur í nokkur ár raðað inn mörkum fyrir Liverpool og verið einn besti knattspyrnumaður í heimi.
🚨 Liverpool stance remains that Salah is not for sale, amid Al Ittihad pursuit @TheAthleticFC #LFC #AlIttihad #SPL https://t.co/B6UU5r4XHD
— David Ornstein (@David_Ornstein) August 24, 2023