Harry Kane nýjasti leikmaður FC Bayern þarf ekki að kaupa sér bíl við komuna til Þýskalands því búið er að gefa kauðanum nýjan kagga.
Kane og allir leikmenn Bayern fengu nýjan Audi bíl í gær en Kane valdi sér rafmagnsbíl.
Kane valdi sér Audi Q8 rafmagnsbíl sem kostar frá 10 milljónum króna en líklega er Kane með alla helstu aukahluti.
Bayern er með stóran samning við Audi og fá allir leikmenn félagsins nýjan bíl á hverju ári.
Leikmenn liðsins þurfa að nota þessa bíla þegar þeir mæta á æfingar og í leiki með Bayern samkvæmt samningi.
Í apríl árið 2020 fékk Kingsley Coman 7 milljóna króna sekt frá Bayern fyrir að mæta á McLaren bíl á æfingu.