Bayern Munchen hefur ekki enn ákveðið hvort Ryan Gravenberch verði seldur í sumar eða ekki.
Hollenski miðjumaðurinn gekk í raðir Bayern frá Ajax síðasta sumar en var í aukahlutverki á síðustu leiktíð.
Það er klárt að hinn 21 árs gamli Gravenberch vill fá meiri spiltíma. Hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool sem, sem vantar miðjumenn, en einnig Manchester United.
Samkvæmt The Athletic hallast Bayern að því að halda Gravenberch hjá sér á næstu leiktíð en félagið er enn opið fyrir því að selja hann.