Ef raunhæfir kostir koma ekki á borð Mason Greenwood á næstu tíu dögum mun Manchester United skoða það að rifta samningi framherjans.
Líklegast er að þessi 21 árs gamli piltur haldi til Sádí Arabíu eða til Tyrklands.
United ákvað í gær að Greenwood myndi ekki spila aftur fyrir félagið, ástæðan er meint ofbeldi hans gegn unnustu sinni.
Greenwood var handtekinn fyrir 18 mánuðum en málið var fellt niður þegar ný gögn komu fram í málinu.
Ef Greenwood finnur sér ekki félag á næstu tíu dögum mun United vilja rifta samningi hans svo Greenwood geti fundið sér félag eftir að félagaskiptaglugginn lokar.
🚨 If a suitable option for Mason Greenwood cannot be found in the next 10 days, #mufc will consider a mutual termination of the forward’s contract. The most likely destination is a club in Saudi Arabia or Turkey. [@RobDawsonESPN] pic.twitter.com/hWeILCqNMX
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) August 22, 2023