Jorge Vilda, umdeildur landsliðsþjálfari Spánar, fær nú á baukinn enn á ný eftir að myndband af honum fagna í úrslitaleik HM rataði rataði á veraldarvefinn.
Vilda stýrði spænska kvennalandsliðinu til sigurs á HM um helgina en liðið vann England í úrslitaleiknum.
Vilda hefur verið landsliðsþjálfari frá 2015 en er afar umdeildur. Eftir EM í fyrra sniðgengu 15 leikmenn landsliðið vegna stjórnunarhátta hans. Þá stundaði hann það til 2019 að fara inn í herbergi leikmanna til að athuga hvort allt væri ekki með felldu. Máttu þær ekki læsa þar til því var lokið.
Það er augljóst mál að leikmenn spænska liðsins þola Vilda ekki og mátti sjá það í fagnaðarlátunum eftir sigurinn á Englandi þegar enginn vildi fagna með honum.
Nú fjalla miðlar heimsins um fagn Vilda eftir mark Spánar í leiknum gegn Englandi. Þá snýr hann sér að samstarfsmanni sínum og klípur í brjóst hennar. Hefur þetta vakið mikla reiði. Myndband er hér að neðan.