Myndband af Pep Guardiola, stjóra Manchester City, fá stöðumælasekt fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.
Guardiola lagði ólöglega og þegar hann sneri aftur í bifreið sína var stöðumælavörður nýbúinn að sekta hann.
Það stoppaði starfsmanninn hins vegar ekki í því að biðja um mynd með Guardiola.
„Viltu mynd? Þú þarft þá að borga fyrir hana,“ sagði Guardiola þá og viðstaddir sprungu úr hlátri.
Spænski stjórinn hoppaði svo inn í bíl og keyrði af stað.
Sjón er sögu ríkari. Myndband af þessu er hér að neðan.
[🎥] Pep Guardiola receiving a parking ticket today. #ManCity 😭
— City Zone (@City_Zone_) August 21, 2023