Victor Lindelöf er ekki á förum frá Manchester United fyrir lok félagaskiptagluggans.
Sænski miðvörðurinn er ekki í reglulegu byrjunarliði Erik ten Hag en Raphael Varane og Lisandro Martinez eru á undan honum.
Það voru því orðrómar á kreiki um að hann gæti farið annað í leit að spiltíma.
Rennes í Frakklandi hefur til að mynda sýnt Lindelöf áhuga en kappinn hefur engan áhuga á að fara þangað og ætlar að berjast fyrir sæti sínu hjá United.
Ten Hag metur leikmannsins mikils og vill ólmur hafa hann áfram hjá sér.
Lindelöf gekk í raðir United 2017 og á ár eftir af samningi sínum. United hefur þó möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár.