Íslenska karlalandsliðið í flokki 17 ára og yngri mætti Ungverjalandi í lokaleik sínum á Telki Cup, sem fram fór í Ungverjalandi, á laugardag. Heimamenn unnu 3-0 sigur.
Íslenska liðið spilaði þrjá leiki á mótinu, gegn Króatíu, Úsbekistan og Ungverjalandi. Þeir unnu 2-0 sigur gegn Úsbekistan en lutu í lægra haldi fyrir Króatíu og sem fyrr segir Ungverjalandi.
Lúðvík Gunnarsson er þjálfari liðsins.