Crystal Palace tók á móti Arsenal í kvöld í síðasta leik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.
Skytturnar voru líklegri í fyrri hálfleik þó heimamenn hafi fengið sína sénsa. Þó var markalaust eftir hann.
Eftir aðeins nokkrar mínútur í seinni hálfleik fékk Arsenal vítaspyrnu þegar Sam Johnstone, markvörður Palace, braut á Eddie Nketiah. Martin Ödegaard fór á punktinn og skoraði af öryggi.
Á 67. mínútu fékk Takehiro Tomiyasu sitt annað gula spjald við litla hrifningu gestanna sem voru þá manni færri.
Palace þjarmaði að Arsenal sem hélt hins vegar út. Lokatölur 0-1.
Arsenal er því með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina en Palace er með 3 stig.