Fyrir helgi var sagt frá því að Rapahel Varane varnarmaður Manchester United ætlaði að hafna tilboði frá Sádí Arabíu og vera hjá Manchester United.
Al-Ittihad hefur haldið áfram að ræða Varane og hans fólk og nú segja erlendir miðlar að Varane sé byrjaður að heillast af þeim samræðum.
Fjöldi öflugra leikmanna hefur farið til Sádí Arabíu í sumar og nú gæti Varane farið í þann hóp.
Varane kom til United frá Real Madrid fyrir tveimur árum en hann hefur spilað vel þegar hann hefur verið heill heilsu.
Al-Ittihad er með nokkra öfluga leikmenn en má þar nefna samlanda Varane, Karim Benzema og N´Golo Kante.
🚨 Al-Ittihad are in preliminary talks with #mufc about the signing of Raphael Varane, who has given positive indications about playing in the Saudi Pro League. [@nawaf__oga] pic.twitter.com/syBzwmGS2H
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) August 21, 2023