Daníel Laxdal nær þeim magnaða áfanga í kvöld að spila sinn 500 leik í búning félagsins. Magnað afrek hjá varnarmanninum knáa.
Daníel hefur upplifað súrt og sætt með uppeldisfélaginu en leikurinn gegn KR hefst klukkan 19:15 í kvöld.
Daníel er fæddur árið 1986 og hefur alla tíð leikið með Stjörnunni. Stjörnufólk ætlar að fjölmenna á völlinn í kvöld til að heiðra Daníel.
„All Hail the King (Stjarnan – KR),“ heitir viðburðurinn á leikinn þar sem Stjörnufólk er beðið um að mæta og styðja sína menn og heiðra Daníel.
KR og Stjarnan eru að berjast um fjórða sæti deildarinnar en gengi Stjörnunnar hefur verið gott undanfarið og liðið verið öflugt á heimavelli.
Daníel lék sína fyrstu deildarleiki með Stjörnunni árið 2004 þegar liðið var í næst efstu deild.