Roy Keane, goðsögn Manchester United, segir að liðið sé í dag ‘nýja Tottenham’ eftir frammistöðu gærdagsins.
Keane lét þessi ummæli falla eftir einmitt leik gegn Tottenham sem Man Utd tapaði 2-0 í London.
Frammistaða Rauðu Djöflana var ekki sannfærandi í þessum leik og var Keane harðorður í leikslok.
,,Manchester United er nýja Tottenham. Þeir eru svo örvæntingarfullir. Gríðarlega örvæntingarfullir,“ sagði Keane.
,,Stærsta móðgunin sem ég get ímyndað mér er um liðin sem ná ekki árangri á útivelli, lið sem er aldrei mætt til leiks úti.“
,,Þetta er gott lið, þeir eru til í slaginn þegar stuðningsmennirnir hvetja þá áfram heimavelli, þá eru þeir með stuðninginn og orkuna.“