Margir knattspyrnuaðdáendur voru mjög hissa þegar Dimitri Payet var tilkynntur sem nýr leikmaður Vasco í Brasilíu.
Payet hefur aldrei áður leikið þar í landi en hefur reynt fyrir sér í Frakklandi, hans heimalandi, sem og á Englandi.
Payet varð samningslaus í sumar eftir dvöl hjá Marseille en hann lék þar í sex og hálft ár og var afar vinsæll.
Hann er einnig vinsæll á meðal stuðningsmanna West Ham eftir stutt stopp á Englandi sem gekk mjög vel.
Búist var við að Payet myndi skrifa undir hjá Nantes í Frakklandi eða þá fara til Sádí Arabíu en hann er af einhverjum ástæðum mættur til Brasilíu.