Nuno Tavares bakvörður Arsenal er líklega á leið til Nottingham Forest en búið er að bjóða 30 milljónir punda í kappann.
Tavares var á láni hjá Marseille í Frakklandi á síðustu leiktíð en hann kom til Arsenal fyrir tveimur árum.
Tavares er 23 ára gamall og er kröftugur bakvörður en óvíst er hvort Arsenal taki tilboðinu.
„Ég tjái mig ekki nema allt sé klárt,“ segir Steve Cooper stjóri Nottingham Forest.
Tavares kom til Arsenal frá Benfica en hann hefur leikið fyrir yngri landslið Portúgals en ekki fengið leik með A-landsliðinu.