Manchester United er tilbúið að leyfa Eric Bailly að fara frítt frá félaginu svo lengi sem hann er klár í að fara.
Fulham og lið í Sádí Arabíu hafa áhuga á 29 ára varnarmanninum sem fær ekki að æfa með liðinu hjá Erik ten Hag.
Bailly kom til United sumarið 2016 en hefur bara spilað 70 leiki í ensku úrvalsdeildinni á sex árum.
Hann var á láni hjá Marseille á síðustu leiktíð en franska félagið hefur engan áhuga á að kaupa hann.
United till losna við hann af launaskrá og má því Bailly fara frítt ef hann finnur sér nýtt félag.