Michael Olise hefur hafnað Chelsea þrátt fyrir að félagið hafi virkjað klásúlu í samningi hans við Crystal Palace.
Þess í stað hefur Olise skrifað undir nýjan fjögurra ára samning Palace.
„Ég er virkilega ánægður með að greina frá því að Olise hefur skrifað undir fjögurra ára samning,“ skrifar Steve Parish stjórnarformaður Palace á Instagram
Olise er öflugur kantmaður sem Chelsea vildi krækja í en nú er ljóst að hann tekur slaginn með Palace.
Klásúla var í samningi Olise sem leyfði honum að fara fyrir 35 milljónir punda en hann kaus að vera áfram í stað þess að fara til Chelsea.