Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Al-Arabi hafa fengið góðan liðsstyrk en Abdou Diallo keur til félagsins frá PSG.
Samkomulag er í höfn um kaup Al-Arabi á Diallo frá París þar sem borg ástarinnar hefur verið hans heimili síðustu ár.
Diallo er 27 ára miðvörður en hann kom til PSG árið 2019 frá Dortmund og hefur átt ágætis spretti.
Þessi landsliðsmaður frá Senegal var á láni hjá RB Leipzig á síðustu leiktíð en gerði lítið þar
Aron Einar og félagar voru öflugir á síðustu leiktíð og taka þátt í Meistaradeild Asíu á komandi leiktíð en Aron Einar fór til félagsins árið 2019 og hefur verið ein af stjörnum liðsins síðan þá.
Official, confirmed. Abdou Diallo leaves PSG and joins Qatari side Al Arabi SC — deal sealed on permanent move. 🇶🇦🤝🏻 pic.twitter.com/BScliwgEco
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2023